Stjórnarskiptafundur og styrk veiting

29.09.2020

Stjórnarskiptafundur 28.september 2020 haldinn á Natura Hóteli. Mættir voru 16 félagar og 5 gestir.  Dagskráin var hefðbundin.

Klúbburinn veitti viðurkenningar til félaga. Silfurstjörnu til Friðjóns Hallgrímssonar og Ingólfs Helgasonar, Gullstjörnu til Baldurs Árnasonar og Guðmundar K. Guðfinnssonar og Rúbínstjarna til Friðriks E. Hafberg og Jóns Jakobs Jóhannessonar.

Útnefndur var fyrirmyndarfélagi Jörfa 2019-2020  Bernhard Jóhannesson

Þá afhenti klúbburinn styrk til Félags lesblindra á Íslandi að upphæð ein milljón kr. og það var Snævar Ívarsson framkvæmdastjóri félagsins sem veitti styrknum móttöku en Friðrik Hafberg formaður fjáröflunar og styrktar nefndar afhenti styrkinn.

Þá fóru fram stjórnarskipti og um þau sá Svæðisstjóri Freyjusvæðis Konný Rannveig Hjaltadóttir Dyngju með aðstoð frá Kristjáni Finnssyni Jörfa.

Fráfarandi forseti Guðmundur Helgi þakkaði félögum fyrir frábært samstarf síðastliðin 2 ár um leið og hann afhenti forseta klúbbsins Haraldi Finnssyni stjórn fundarins.